54. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 5. maí 2021 kl. 09:05


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05

Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 10:23. Guðmundur Andri Thorsson vék af fundi kl. 10:26.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 53. fundar var samþykkt.

2) Menntamálastofnun Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar mættu Páll Magnússon ráðuneytisstjóri, Óskar Þór Ármannsson skrifstofustjóri, Auður B. Árnadóttir skrifstofustjóri, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Elísabet Pétursdóttir, Svava Þorsteinsdóttir og Helgi Freyr Kristinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Arnór Guðmundsson forstjóri, Thelma Clausen Þórðardóttir, Katrín Friðriksdóttir, Kolfinna Jóhannesdóttir og Sveinbjörn E. Y. Gestsson frá Menntamálastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málið.

3) 130. mál - Þjóðhagsstofnun Kl. 10:09
Nefndin ræddi málið.

4) Álit umboðsmanns vegna stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum þeirra við stjórnvöld Kl. 10:25
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:34
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35